Viðgerðarferill.
Hér getur þú séð skref fyrir skref hvernig við hjá Geisla sjáum um bílinn þegar hann kemur í viðgerð. Við gerum ávallt miklar kröfur um gæði í okkar starfi.
1. Tjónaskoðun og bráðabirgðamat.
Þú kemur til okkar og við tökum myndir af skemmdum, skráum það niður, gerum bráðabirgðamat á tjóni og sendum svo til tiltekins tryggingarfélags.
Mikilvægt er að tjónþoli og tjónvaldur séu búnir að skila inn frumskýrslu á tiltekin tryggingarfélög.
Leiðbeiningar og tjónatilkynningu er hægt að nálgast hér: Tjónatilkynning
Við getum haft milligöngu um að útvega þér bílaleigubíl.
Ábyrgðartjón: Bílaleigubíll er í boði á meðan viðgerð fer fram.
Kaskótjón: Réttur til bílaleigubíls er misjafn á milli tryggingafélaga í kaskótjónum.
Sjálfsábyrgð kaskótjóna: Greiða verður sjálfsábyrgð kaskótjóna þegar bíll er sóttur úr viðgerð.
2. Vátryggingafélag
Við fáum svar frá tryggingafélagi í gegnum Cabaskerfið (Það getur tekið frá nokkrum klukkustundum upp í nokkra daga fer eftir umfangi tjóns) og þá getum við skipulagt viðgerðina fyrir bílinn þinn hjá okkur, pantað varahluti, o.s.frv ..
3. Rétting.
Þegar bíllinn er tekinn inn þá er byrjað að taka hann í sundur þar sem skemmdin er, bæði til að komast betur að og til að fyrirbyggja að frekari skemmdir séu á bílnum. Svo tekur við að rétta skemmdina og ef hún er mikil þá er bílinn settur í þartilgerðann réttingarbekk og hann réttur í fyrra horf.
4. Plastviðgerð.
Skemmdir á plasthlutum á bílnum (einsog stuðurum, speglum o.s.frv) fara í viðgerð hjá viðurkenndum fagaðila sem við vinnum náið með, plastviðgerð getur tekið allt uppí 3 daga.
5. Sprautun.
Þá er bíllinn kominn inní klefa og sprautun hefst. Við notum Glasurit-vatnslakk sem er umhverfisvænt lakk sem unnið er úr vatni í stað olíu og þynnis.
Þess má geta að við höfum að geyma hátt í 15 ára reynslu í bílasprautun.
6. Samsetning og lokaskoðun
Eftir að málningarvinnu er lokið þá er farið í að raða bílnum saman, hann er ryðvarinn undir viðgerðina, og gengið úr skugga um að allar línur séu réttar og svo öll smáatriði skoðuð og séu í lagi .
7. Þrif og afhending bíls
Síðast en ekki síst er bíllinn þrifinn að utan, ath með perur og ljós stillt, fyrir afhendingu.